80 ára saga fyrirtækisins

1929–2009

21.jpg

Mynd af húsnæði EGILS á horni Laugavegar og Rauðarárstígs. Myndin er tekin árið 1932.

Egill Vilhjálmsson

Bifreiðafyrirtæki Egils Vilhjálmssonar var stofnað 1. nóvember 1929 og flutti það inn bíla, rak verslun með varahluti í ýmsar tegundir bíla auk þess að starfrækja bifreiðaverkstæði.

Frá árunum 1929, þ.e.a.s. stofnun, og til ársins 1932 var Egill Vilhjálmsson til húsa að Grettisgötu 16–18 í Reykjavík.

Árið 1932 flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Laugavegi 118.

Árin 1938–1948

20 myndir.jpg
Samsetning nýrra bíla. Myndir frá árunum 1938–42.

Fyrirtækið stækkaði ört og var áberandi í íslensku atvinnulífi, sérstaklega um miðbik aldarinnar en þá var hafin yfirbygging bíla hjá fyrirtækinu, samsetning nýrra bifreiða, bílamálun o.fl.

Árið 1948 varð félagið að hlutafélagi og var það um langt árabil eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins í þjónustu við bifreiðaeigendur.

Árin 1949–1955

31.jpg

Mynd tekin á renniverkstæði EGILS árið 1949.

Á árunum 1950 til 1955 fékk vélaverkstæði fyrirtækisins ný og fullkomin tæki til endurnýjunar og viðgerða á vélum. Jafnframt þessu var fyrirtækið stórtækt í sölu á hinum vinsælu WILLYS jeppum.

Árin 1949–1955

20.jpg

Starfsmenn EGILS árið 1951.

6.jpg
Starfsmaður EGILS að bora vélablokk árið 1950.

Árin 1961–1975

Árið 1961 hóf EGILL í vaxandi mæli að lagfæra vélahluti eins og öxla, knastása, sveifarása o.fl.

Fyrirtækið byrjaði á þessum árum að notast við Metco málmfyllingu sem gerði ónothæfa hluti sem nýja.

Egill Malmfyllum slitfleti.eps

Mynd af starfsmanni við að málmfylla öxul.

Egill_skilti.eps
Í tilefni af 40 ára afmælis EGILS var efnt til glæsilegrar veislu 1. nóvember 1969.  Auglýsing um 40 ára afmæli EGILS í nóvember 1969.

 

16.jpg

Willys jeppi með EGILS húsi.

Árin 1961–1977

Á árunum 1961 til ársins 1977 var mikið gert af því á verkstæðinu að endurbyggja bensín- og díselvélar og þá aðallega í bifreiðum og vélum tengdum landbúnaði.

07.jpg

Mynd af reikningum frá árinu 1966.

36.jpg

Starfsmenn vélaverkstæðis.

Árin 1977–1984

egill hus smidjuvegi

Nýtt húsnæði EGILS að Smiðjuvegi 9a í Kópavogi.

Árið 1977 flutti véla-, renni- og mótor-verkstæði EGILS af Laugavegi í nýtt húsnæði á Smiðjuvegi 9a í Kópavogi.  
Með flutningunum var hugsunin sú að skerpa á almennum viðgerðar- og þjónustuþáttum fyrirtækisins.

06.jpg

Árin 1984–1996

EGILL vélaverkstæði hf.

Samhliða breytingum á eignarhaldi Egils Vilhálmssonar árið 1984 keyptu sjö starfsmenn mótor- og renniverkstæðisins rekstur þessara deilda og stofnuðu EGILL vélaverkstæði hf.

Á þessum tíma var mikið um almennar vélaviðgerðir á verkstæðinu ásamt annarri sérsmíði.

Á árunum 1984 til 1996 urðu verkefnin á verkstæðinu fjölbreyttari og meira var um sérsmíði fyrir viðskiptavini.

Með tilkomu þessara nýju verkefna voru ný tæki keypt og upp úr aldamótunum var verkstæðið orðið eitt af best útbúnu verkstæðum landsins.

Þau verkfæri sem keypt voru:

• TOS rennibekkir

• METCO vél – til málmsprautunar

• Pressa frá Tylol – 50 tonna

• Heddvél frá Quickway

• Slípivél frá AMC-SCHOU

• Hedd þrýstiprófunarvél frá PMD Piccoinotti

_MG_7127.eps

Mynd af verkstæði EGILS.

Árin 1999–2009

Árið 1999 urðu breytingar á eignarhaldi EGILS þegar eldri hluthafar seldu sína hluti og hættu störfum. Þessar breytingar urðu til þess að nýir eigendur fóru að sækja inn á fleiri svið og þá aðallega í almennar þjónustuviðgerðir bæði inn á verkstæði og út í bæ.

Það má því með sanni segja að allt frá aldamótum hafi rekstur EGILS orðið fjölbreyttari en í dag samanstendur rekstur EGILS af:

• Framleiðslu og þjónustu við fiskvélar

• Rafmagns- og renniverkstæði

• Véla- og mótorverkstæði

• Kæli- og frystitækjaverkstæði

• Verkstæði fyrir stærri heimilistæki

• Almennar viðgerðir

Árin 2009–

Á 80 ára afmælinu 2009 sameinaðist EGILL fyrirtækinu Fiskvélum og tækjum. Ásamt því og öðrum nýjungum var starfsemin orðin svo margvísleg að rétt þótti að skipta um nafn þar sem gamla nafnið var of sérhæft.

EGILL vélaverskstæði ehf. heitir nú EGILL.

Samhliða þessu var hannað nýtt lógó og öll starfsemin flutt í glæsilegt húsnæði að Miðhrauni 2 í Garðabæ.

EGILL_Midhraun2_041109.psd

Nýtt húsnæði EGILS að Miðhrauni 2 í Garðabæ.

 

© 2014 EGILL | Sími/Tel. 554-4445 | Opnunartími: 08:00-17:00 mánudaga - fimmtudaga og 08:00 - 15:00 á föstudögum. Opening hours: 08:00-17:00 Monday - Thursday and 08:00 - 15:00 Fridays